Ulf Örth hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokka karla og kvenna út þetta tímabil hjá Knattspyrnudeild Tindastóls. Frá þessu var fyrst greint á vef Tindastóls.

Ulf er 64 ára Svíi og hefur unnið við þjálfun í yfir 20 ár. Hann er með UEFA-B þjálfaragráðu og hefur starfað í akademíum sænsku liðanna Västra Frölunda IF, Näsets SK og Örgryte IS sem þjálfari, aðstoðarþjálfari og einnig sem scout hjá Örgryte IS.

Hann þekkir vel til Donna aðalþjálfara liðanna en þeir störfuðu saman hjá Örgryte IS.

Eijlert Björkmann starfaði áður sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokkunum báðum en hann lét af störfum í lok júní.