Tvö skemmtiferðaskip á Siglufirði í gær

Það var líflegt um allan bæ á Siglufirði í gær, fjöldinn allur af viðburðum á vegum Síldarævintýris og svo erlendir ferðamenn frá tveimur skemmtiferðaskipum sem komu yfir daginn. Ocean Diamond kom með 190 farþega og stoppaði skipið fyrir hádegið, farþegar skipsins heimsóttu helstu menningarstaðina á Siglufirði og gengu um bæinn.

Um miðjan daginn kom Le Champlain með 184 farþega og stoppaði skipið frameftir kvöldi. Þeir farþegar settu einnig svip á bæinn og fengu þeir meðal annars að sjá síldarsöltun á Síldarminjasafninu.