Tvö alþjóðleg skíðamót á Dalvík sýnd beint á netinu

Skíðafélög Dalvíkur og Ólafsfjarðar halda tvö alþjóðleg FIS ENL svigmót á Dalvík laugardaginn 14. janúar. Keppt verður í flokkum 16 ára og eldri. Starfsmenn SKÍ mæta á staðinn og munu í fyrsta skipti nota nýjan búnað sem SKÍ festi kaup á nýverið en þessi búnaður er til að sýna beint frá mótinu yfir netið.