KF hefur aftur samið við tvo af erlendu leikmönnunum sem léku með liðinu á síðasta ári, þetta eru þeir Ljubomir Delic og Jordan Damachoua. Báðir sterkir leikmenn sem munu styrkja hópinn á Íslandsmótinu í 3. deild. Leikmennirnir eru væntanlegir til landsins á næstu dögum og vikum.
Jordan Damachoua er stór og sterkur varnarmaður og var valinn besti leikmaður KF á lokahófi liðsins eftir síðasta tímabil.
Ljubomir Delic er sóknarmaður og er að koma í þriðja sinn til liðsins, hann kom fyrst árið 2017 og lék þá 17 leiki og skoraði 6 mörk. Í fyrra lék hann 17 leiki og skoraði 3 mörk.
Það er ljóst að KF ætlar að vera í toppbaráttunni í 3. deildinni í sumar, en liðið hefur styrkt sig vel í þessum félagsskiptaglugga.