Síðustu leikir karla- og kvennaliðs Blakfélags Fjallabyggðar í Benectadeildunum á tímabilinu eru í dag í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Nánar verður greint frá úrslitum leikjana hér á vefnum síðar í dag.
Karlamegin mætir HK B í heimsókn en með sigri tryggir BF sér annað sætið í deildinni en HK B getur tekið það sæti af heimamönnum. Því má búast við hörkuleik.

Dömurnar mæta Álftanes B og BF þarf helst sigur til að tryggja veru sína í deildinni fyrir næsta tímabil. Liðin mættust fyrir stuttu síðan og þá sigraði BF í æsispennandi fimm hrinu leik.
Karlaleikurinn hefst kl. 13:00 og kvennaleikurinn kl. 15:00.

Áhorfendur koma inn að sunnanverðu og það er sjoppa á staðnum. Fólk er hvatt til að fjölmenna á völlinn og hvetja liðin áfram.