Trilludagar settir á laugardaginn

Trilludagar verða settir á morgun, laugardag, á Siglufirði og þá mun Sverrir Sveinsson, fyrrum formaður Smábátafélagsins Skalla setja hátíðina. Þétt dagskrá er á laugardag og er frítt á sjóstöng og útsýnissiglingar ásamt nesti frá Kjörbúðinni og Aðalbakarí. Grill og harmonikkutónlist verður á hafnarsvæðinu allan daginn og einnig Síldar- og sjávarréttarhlaðborð á Hannes Boy í hádeginu. Söngvaborg mætir á svæðið ásamt Leikhópinum Lottu. Síldargengið keyrir um bæinn og er söltunarsýning við Síldarminjasafnið. Fjölskyldugrill verður síðdegis á hafnarsvæðinu ásamt harmonikkubandinu. Trillutónleikar eftir kvöldmat og dansleikur seinna um kvöldið. Sannkölluð fjölskyldustemning og næg tjaldsvæði og gistirými í bænum.

Kl. 10:00 – 10:15 Setning Trilludaga – Sverrir Sveinsson fyrrum formaður Smábátafélagsins Skalla setur hátíðina

Kl. 10:15 – 16:00 Frítt á sjóstöng og í útsýnissiglingar út á fjörðinn fagra – Nesti um borð í boði Kjörbúðarinnar og Aðalbakarí á Siglufirði

Kl. 10:00 – 17:00 Landnámshænur – Sýning í Bláa húsinu við Rauðku – Ingi Vignir Gunnlaugsson sýnir hænur úr einkaræktun

Kl. 11:00 – 16:00 Grill, fjör og harmonikkutónlist á hafnarsvæðinu allan daginn

*Kl. 12:00 -13:00 Síldar- og sjávarréttarhlaðborð á Hannes Boy

Kl. 13:30 – 14:00 Söngvaborg skemmtir yngri kynslóðinni á Rauðkusviði

Kl. 14:30 – 15:00 Síldargengið tekur rúnt um miðbæinn

Kl. 15:00 – 16:00 Síldarsöltun við Síldarminjasafnið. Söltuð síld við Róaldsbrakka. Harmonikkuleikur og bryggjuball að sýningu lokinni

Kl. 16.00 – 18:00  Fjölskyldugrill á hafnarsvæðinu í boði Kjörbúðarinnar á Siglufirði – Harmonikkubandið og Stúlli sjá um að skemmta

Kl. 18:00 – 18:30 Leikhópurinn Lotta á Rauðkusviði

Kl. 20:00 –  21:00 Trillutónleikar á Rauðkusviði í höndum Stúlla, Danna og Tóta

Kl. 23:00 – 01:00  Kaffi Rauðka – Trilludansleikur