Fyrirhugað er að halda torfhleðslu- og grindarnámskeið á Tyrfingsstöðum á Kjálka, á vegum Fornverkaskólans, dagana 7. til 10. júní 2012 í samstarfi við heimamenn og Byggðasafn Skagfirðinga.

Kennarar á námskeiðinu verða Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf. og Bragi Skúlason húsasmíðameistari. Verkefni námskeiðsins verður m.a. að hlaða torfveggi baðstofunnar og smíða einfalda húsgrind, úr timbri.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimasíðu Fornverkaskólans og hægt er að skrá sig á námskeiðið hjá Bryndísi í síma 453 5097 eða á netfangið bryndisz@skagafjordur.is .