Toppbarátta á Ólafsfjarðarvelli í dag

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur við Kára frá Akranesi í lokaleik 13. umferðar í 3. deild karla í dag. Aðeins munar þremur stigum á liðunum, en Kári er í 1. sæti og KF í 2. sæti deildarinnar. Stutt er í næstu 3 lið og aðeins fimm leikir eftir að Íslandsmótinu eftir þennan leik, svo hvert stig er gríðarlega mikilvægt.  Fyrri leikur liðanna fór heldur illa fyrir KF, en Kári sigraði þann leik 6-1 í Akraneshöllinni í byrjun sumars.  Liðin hafa bæði unnið 8 leiki, en Kári hefur aðeins tapað einum leik, en KF hefur tapað 4 leikjum. Kári hefur aðeins fengið á sig 9 mörk í deildinni og má búast við erfiðum leik í þessum toppslag í 3. deildinni.

Leikurinn hefst kl. 14:00 á Ólafsfjarðarvelli og er stuðningur áhorfenda gríðarlega mikilvægur.