Um Verslunarmannahelgina verða haldnir stórtónleikar á Kaffi Rauðku á Siglufirði og verður öllu tjaldað til. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Eftir tónleikana hefst dúndur dansleikur með Landabandinu.

Að vanda er það eingöngu tónlistarfólk úr Fjallabyggð sem kemur fram á tónleikunum, ungstirni jafn sem eldri rokkhundar, en það eru 18 manns sem koma að verkefninu að þessu sinni með einum eða öðrum hætti.  Það er hljómsveitin Landabandið sem ber hitan og þungan af herlegheitunum en fluttir verða nokkrir stærstu 80´s, 90´s og 00´s hittararnir.  Sérstakir gestir er hin fornfræga Siglfirska unglingahljómsveit Hugrakka brauðristin Max og er kynnir kvöldsins hinn enginn annar en Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Miðasalan fer fram á TIX.is
https://tix.is/is/event/17876/siglosongvarar/

Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en eftir tónleikana hefst dúndur dansleikur með Landabandinu, sem mun spila fram á nótt.  Dansleikurinn er innifalinn í verði tónleikana en þeir sem eingöngu vilja mæta á ballið geta keypt miða í hurð.

Ekki missa af einum flottustu tónleikum norðan heiða!

Stuðið, stemningin og gleðin verður á Kaffi Rauðku um Verslunarmannahelgina!