Föstudaginn 16. desember næstkomandi munu þeir Guðmundur Ólafsson og Sigursveinn Magnússon vera með tónleika í Ólafsfjarðarkirkju. Þar verða flutt íslensk og erlend sönglög, lög úr leikhúsi og auðvitað slæðast einhver jólalög með. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.   „HÁTÍÐ FER AÐ HÖNDUM EIN“  Guðmundur Ólafsson söngur Sigursveinn Magnússon píanó