Tónleikar í Ljóðasetrinu á fimmtudagskvöld

Fimmtudaginn 22. febrúar, kl. 20.00 munu tónlistarmennirnir ungu, Tryggvi og Júlíus Þorvaldssynir leika og syngja á Ljóðasetrinu á Siglufirði.  Þessir efnilegu drengir hafa vakið athygli að undanförnu fyrir vandaðan söng og hljóðfæraleik. Þeir komu m.a. fram á svæðistónleikum Nótunnar á Norður- og Austurlandi, sem fram fór á Akureyri á dögunum, og var atriði þeirra eitt af þeim sem hrepptu þátttökurétt á lokahátíð Nótunnar sem fram fer í Hörpu þann 4. mars næstkomandi.  

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.