Tónleikar í Höfðaborg á Hofsósi

Kvennakórinn Sóldís heldur tónleika í Höfðaborg á Hofsósi fimmtudaginn 4. maí kl. 20:30. Söngstjóri er Helga Rós Indriðadóttir, undirleikari Rögnvaldur Valbergsson, einsöngvarar eru: Íris Olga Lúðvíksdóttir, Ólöf Ólafsdóttir og Ragnheiður Petra Óladóttir.