Sunnudaginn 22. apríl verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju kl. 15:00 og Hvammstangakirkju kl. 20:30. Söngfólk úr kórum í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum halda tónleika í Blönduós- og Hvammstangakirkju.

Á efnisskránni er messa Franz Sehuberts í 9 liðum, auk tónlistar útsettri af Gunnari Gunnarssyni.

Stjórnendur kóranna eru Sólveig Sigríður Einarsdóttir, Pálína Fanney Skúladóttir og Sigrún Grímsdóttir.

Kynnir og flytjandi talaðs máls verður sr. Sveinbjörn Einarsson.

Aðgangseyrir kr. 2.000.-Ekki tekið við greiðslukortum.

Menningarráð Norðurlands vestra styrkir tónleikana.