Hljómsveitin The Living Arrows verða með tónleika á Sigló hótel í kvöld, þriðjudaginn 22. nóvember. Þau hafa verið að spila víðs vegar um landið meðal annars á Off venue viðburðum á Iceland Airwaves. Tríóið saman stendur af þeim Traesti Luther, Alexandra Doumas og Loren Schaumberg. Tónleikarnir fara fram í koníakstofu hótelsins og byrja kl. 20:30. Ókeypis aðgangur er að tónleikunum.