Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands, laugardaginn 1. desember verða tónleikar á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði.
Þar mun Þórarinn Hannesson leika eigin lög. Annars vegar lög sem hann hefur samið við ljóð sem ort voru árið 1918 og árin þar í kring. Ljóð eftir Stefán frá Hvítadal, Davíð Stefánsson, Huldu og fleiri af okkar stórskáldum. Einnig lög sem hann hefur samið á þessu ári, þau lög eru t.d. við ljóð eða texta eftir Siglfirðingana Sigurð Örn Baldvinsson (Sigga Bald), Sverri Pál Erlendsson og Jón Steinar Ragnarsson.
Tónleikarnir eru kl. 15.00 laugardaginn 1. desember og standa í um klukkustund.
Enginn aðgangseyrir er á þessa tónleika.