Kvikmyndastjarnan Tom Cruise kom síðdegis þann 18. júní með á þyrlu og lenti við
Hrafnabjörg í Vaðlaheiði á Norðurlandi. En eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er
leikarinn staddur hér á landi við tökur á kvikmynd sinni Oblivion og mun
hann dvelja í Hrafnabjörgum á meðan tökur fara fram á Íslandi eða í um tvær
vikur. Tökuliðið kom flest til Akureyrar með fokker flugvélum fyrir hádegi í
dag og ók rakleiðis í Hrossaborg í Mývatnssveit þar sem tökur hófust í
dag.
Frá þessu greindi vefurinn Akureyri.net.