Þónokkrir ferðamenn gista nú á tjaldsvæðum Fjallabyggðar á Siglufirði. Húsbílar eru í meirihluta, en einnig tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi.  Þessi mynd er tekin skömmu fyrir hádegið í morgun. Hitastigið í dag á Siglufirði var um 11° en í nótt var kaldast um 5° stiga hiti.