Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls fór fram 20. júní síðastliðinn en þar var samþykkt ályktun þar sem skorað er á Skagafjörð sveitarfélag að hefjast þegar handa við stækkun á íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Að mati Körfuknattleiksdeildarinnar er umfang starfsemi í húsinu farið að hafa verulega hamlandi áhrif á íþrótta- og afreksstarf á Sauðárkróki.
Körfuknattleiksdeild lýsir sig reiðubúna að tilnefna einstakling í vinnuhóp til verkefnisins.
Nýr starfshópur um stefnumörkun í íþróttamálum í Skagafirði verður skipaður ásamt fulltrúum frá UMSS mun taka málið fyrir.