Tindastólsmenn mörðu baráttuglaða Njarðvíkinga í Síkinu á fimmtudagskvöld en gestirnir þurftu að sigra heimamenn með yfir átta stiga mun til að stela af þeim sjöunda sætinu í Iceland Express deildinni. Njarðvíkingar gerðu ágæta atlögu en þegar upp var staðið höfðu heimamenn betur, Miller tók leikinn í sínar hendur á lokakaflanum og staldraði oft við á vítalínunni. Lokatölur 81-79.
Tindastóll mætir svo KR í úrslitakeppninni.