Tindastóll mætti liði Æskunnar á Sauðárkróksvelli í gær í Mjólkurbikarnum. Heimamenn voru með betra liðið og skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik. Arnar Ólafsson skoraði strax á 16. mínútu og Hafsteinn Magnússon skoraði tvívegis með stuttu millibili, á 30. mínútu og aftur á 36. mínútu. Staðan var því 3-0 í hálfleik.

Um miðjan síðari hálfleik skoraði Hafsteinn aftur tvö mörk með tveggja mínútna millibili á 65. mín og 67. mín. og staðan orðin 5-0 fyrir heimamenn.

Fleiri urðu mörkin ekki og eru Stólarnir komnir í næstu umferð og mæta Völsungi á Húsavík 24. apríl.