Í dag fór fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku á Sauðárkróksvelli heimavelli Tindastóls. Áhorfendastúkan er gjöf frá Fisk Seafood og starfsfólki þess og er hin glæsilegasta. Stúkan rúmar 314 manns í sæti og er fullkomin viðbót við íþróttasvæðið á Sauðárkróki.

Í kjölfar athafnarinnar hófst leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna. Staðan var 0-1 í hálfleik fyrir gestina en leiknum lauk svo með 0-5 sigri Vals, en tvö mörkin komu í uppbótartíma.

May be an image of 1 einstaklingur og útivist