Tindastóll mætir Þór á laugardaginn kl. 14. á Sauðárkróksvelli.
Síðasti leikur Tindastóls gegn Þór fór ekki nægilega vel, en við töpuðum nokkuð sannfærandi 4-0. En nú er tækifærið fyrir strákana að sýna betri leik og hvetjum við Skagfirðinga til að fjölmenna á Sauðárkróksvöll á laugardaginn og hvetja strákana áfram. Síðasti heimaleikur þessa glæsilega sumars.
Núna er staðan sú að Tindastóll eru öryggir í 1.deild að ári. Komnir með 27.stig á meðan Þórsarar eru við þröskuldin að verða deildarmeistarar. Komnir með 44.stig eða 6.stigum á undan Víking Ólafsvík.