Það  var flott veður þegar Víkingur Ólafsvík fékk Tindastól í heimsókn.  Leikurinn var fjörugur frá fyrstu mínútu og var greinilegt að bæði lið ætluðu  sér sigur í leiknum. Gestirnir lágu frekar aftarlega á vellinum og  beittu skyndisóknum.
Víkingarnir voru sprækir fyrstu 25 mínúturnar og  reyndu að skapa sér færi.  Töf varð á leiknum seint í fyrri hálfleik  þegar þurfti að hlúa að leikmanni Tindastólshöfuðhöggi sem leikmaður Tindastóls fékk.
Leikmenn Víkings virtust kólna niður við töfina og náðu Tindastólsmenn að  skora mark á 41. mín, og var þar að verki Max Toulute. Skömmu seinna náði Arnar Sveinn Geirsson að sleppa í gegn en það var brotið á honum og Halldór Breiðfjörð  gaf Edvard Berki leikmanni Tindastóls rautt spjald.
Staðan var 0-1 í  hálfleik og Tindastólsmenn einum manni færri.
Víkingar komu grimmir í seinni hálfleikinn og voru miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum.  Þeir náðu að skora með glæsilegum skalla frá Guðmundi Steini  Hafsteinssyni á 58. mínútu.
Víkingarnir sóttu  látlaust eftir að hafa jafnað leikinn og náðu að lokum að knýja fram sigur á 85. mín, og var þar að verki  Guðmundur Steinn Hafsteinsson.

Víkingur Ó 2 – 1 Tindastóll:

  •  0-1 Max Toulette (’41)
  •  1-1 Guðmundur  Steinn Hafsteinsson (’58)
  •  2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (’84)
  •  Rautt  spjald: Edvard Börkur Óttharsson, Tindastóll (’45)

Heimild: Fótbolti.net