ÍRingar komu í heimsókn á Sauðárkrók í dag 2. júní. Tindastól gerði tvo mörk snemma í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu hins vegar gestirnir 4 mörk og kláruðu leikinn 2-4.

Max Touloute skoraði fyrsta mark Tindastóls á 17. mínútu og Ben Everson það síðara nokkrum mínútum síðar.

Mörk ÍRinga komu á 20 mínútna kafla í síðari hálfleik en þau skoruðu : Nigel Quashie á 63. mínútu, Guðjón Gunnarsson, Davíð Einarsson og Elvar Páll Sigurðsson með lokamarkið á 85. mínútu.