Tindastóll og ÍR eigast við Lengjubikarnum í knattspyrnu karla í Reykjavík föstudaginn 13. apríl klukkan 19. Leikurinn fer fram á ÍR-vellinum í Breiðholti. Þetta er baráttan um botnsætið en hvorugu liðinu hefur gengið vel A-deild,2. riðli í Lengjubikarnum í ár. ÍR situr á botninum með 0 stig en Tindastóll er með 1 stig. Bæði lið hafa leikið 6 leiki. Tindastóll hefur náð einu jafntefli og tapað 5 leikjum, skorað 2 mörk og fengið á sig 26.
Vonandi verður þetta leikurinn sem verður upphafið af góðu sumri í boltanum. Hvetjum alla til að mæta og styðja sína menn.