Tindastóll lék við lið BÍ/Bolungarvíkur þann 26. maí í 1. deild karla í knattspyrnu og var leikurinn á Ísafirði.  Tindastólsmenn voru tilbúnir í verkefnið og voru þeir mun betra liðið og sigruðu 2-5.

Aðstæður voru skelfilegar á Ísafirði rok og rigning og völlurinn afar erfiður.  Tindastóll lék á móti sterkum vindi í fyrri hálfleik en tóku öll völd á vellinum strax í upphafi.  Max Touloute skoraði fyrsta mark Tindastóls á 27. mín og síðan skoraði Theo á 33. mín. og staðan orðin 0-2 og var þannig í hálfleik.

Áfram hélt baráttan í seinni hálfleik og Theo skoraði gott mark fyrir Tindastól en dómari leiksins skráði það sem sjálfsmark.

Theo var síðan aftur á ferðinni fyrir Tindastól og  skoraði fjórða markið á 68. mín og þar  með sitt þriðja mark í leiknum.

Atli Arnarson skoraði síðasta mark leiksins og innsiglaði góðan sigur Tindastóls.

Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós, eitt hjá heimamönnum og síðan Theodore Furness hjá Tindastóli.

Frábær sigur hjá Tindastóli og fyrstu stigin í höfn.  Leikmenn börðust vel og spiluðu skynsamlega við þessar erfiðu aðstæður.

Flott myndband af mörkum leiksins frá vestur.is má finna hér.