Tindastóll gerði góða ferð austur á Egilsstaði í dag en liðið heimsótti Hött í 1. deild karla í knattspyrnu. Með sigrinum gulltryggði liðið sæti sitt í 1. deild á næstu leiktíð.
Um helmingur liðsins lagði af stað með rútu um kl. 10 í morgun frá Sauðárkróki og síðan hinn helmingurinn frá Reykjavík með flugi um miðjan dag í dag.
Höttur komust yfir í upphafi seinni hálfleiks með marki frá Davíð Einarssyni en skömmu síðar jafnaði Colin Helmrich leikinn eftir að hann fékk boltann eftir aukaspyrnu frá Atla Arnarsyni.
Atli var síðan aftur á ferðinni með glæsilegt mark og kom Tindastóli yfir 1-2. Benni skoraði síðan annað glæsimark og kom liðinu í 1-3 en Hattarmenn náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma.
2-3 sigur eru aldeilis frábær úrslit og 1.deildin tryggð á næstu leiktíð.
Liðið á tvo leiki eftir; laugardaginn 15.september verður heimaleikur á móti Þór og síðan útileikur laugardaginn 22. september við Þrótt Reykjavík á Valbjarnarvelli.
Heimild: www.tindastoll.is