Drangey spilaði æfingaleik gegn Magna frá Grenivík laugardaginn 28. apríl. Spilað var á Hofsósvelli. Skelfileg byrjun hjá Drangey þeim dýrkeypt, og komst Magni í 3-0 á fyrstu 20.mín. Eftir þetta komust Drangey meira inn í leikinn og var það Hilmar Þór Kárason sem minnkaði muninn. Góð spilamennska var í liðinu á köflum, og var það síðan Ingvi Rafn Ingvarsson sem minnkaði muninn í 3-2. Það var síðan undir lokinn sem Magni komst í 4-2, og urðu það lokatölur leiksins. Fínir taktar oft á tíðum hjá Drangey og eiga þeir bara eftir að verða betri þegar líður nær sumri. Næsti leikur hjá strákunum er bikarleikur gegn KF, 6.maí á Ólafsfirði.
Tindastóll spilaði gegn Völsungi sunnudaginn 29. apríl á Hofsósvelli. Leikurinn var hin besta skemmtun en fullt af færum voru í leiknum, en mörkin létu á sér standa. Það mátti sjá á leikmönnum að þeir voru pínu ryðgaðir, enda orðið langt síðan spilað var úti, í íslenskri veðráttu og á grasi. Þegar menn fundu taktinn og byrjuðu að halda boltanum betur á grasinu, þá byrjaði að ganga betur. Tindastólsliðið var mun betra í þessum leik og fengu fullt af færum en skoruðu hinsvegar ekki fyrsta markið fyrr en á 70.mín. Þar var að verki Benjamin Everson eftir laglega sendingu frá Theodore Eugene Furness. 10.mín seinna komst Ingvi Hrannar upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið, þar sem Ben var fyrstu á boltann og kláraði vel.