Tindastóll leikur í A-deild karla í 2. riðli í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla. Fyrsti leikurinn er á laugardaginn kemur og er sá leikur við ÍA í Akraneshöllinni kl. 12.

Riðillinn er nokkuð erfiður, en fyrir utan hið sterka lið ÍA þá eru það Eyjamenn, Keflavík og Stjarnan sem eru líklegust til að leiða riðilinn. Tindastóll ætti mesta möguleika gegn ÍR, KA eða Víkingi en kannski verða Stólarnir spútnik lið riðilsins !

A-deild, riðill 2.

1     ÍA
2     ÍBV
3     ÍR
4     KA
5     Keflavík
6     Stjarnan
7     Tindastóll   
8     Víkingur R.

Úrslit og leiki riðilsins má sjá hér.