Keflvíkingar tryggðu sér sæti  í bikarúrslitum eftir 90:77 sigur á KFÍ í Keflavík en bikar- og Íslandsmeistarar KR eru úr leik eftir 89:86 tap fyrir Tindastóli á Sauðárkróki.

Tindastólsmenn voru með forystu fram yfir hlé en gáfu þá eftir og þrautreyndir KR-ingar tóku leikinn í sínar hendur í fjórða leikhluta.  Það var hinsvegar ekki nóg því Tindastóll átti síðasta orðið.

Tratnik gerði 19 stig fyrir Tindastól og Allen 18 auk þess að taka 7 fráköst og  Brown var með 32 stig fyrir KR og Ferguson 30 en tók 14 fráköst.

Tindastóll – KR 89:86 !