KSÍ og SportTV  hafa komist að samkomulagi um að sýnt verði frá leikjum 1. deildar karla í sumar á SportTV á vefsvæðinu  http://www.sporttv.is/.   Sýndur verður a.m.k. einn leikur í hverri umferð og einnig er stefnt að því að teknar verði saman markasyrpur í hverri umferð sem einnig verða sýndar á SportTV. Fyrsti leikurinn verður leikur Tindastóls og Hauka, en Stólarnir sækja Haukana heim.

Þetta er frábær viðbót við umfjöllun um íslenska knattspyrnu en 1. deild karla hefst nú á laugardaginn með sex leikjum en hér má sjá hvaða leikir verða sýndir í fyrstu umferðunum

  • lau. 12. maí. 14:00 Haukar – Tindastóll
  • lau. 19. maí. 14:00 Víkingur R. – ÍR
  • fös. 25. maí. 20:00 Þróttur R. – Leiknir R.
  • lau. 02. jún. 16:00 Fjölnir – KA
  • lau. 09. jún. 14:00 Haukar – Leiknir R.
  • lau. 16. jun. 14.00 Þróttur R. – BÍ/Bolungarvík
  • fim. 21. jun. 20.00 KA – Þór