Tindastóll og Fjarðabyggð léku á Sauðárkróksvelli í gær í 2. deild karla í knattspyrnu. Tindastóll var neðsta sæti fyrir leikinn og Fjarðabyggð í 8. sæti. Stólarnir þurftu nauðsynlega á stigum að halda í þessum leik þar sem þeir voru sjö stigum frá öryggu sæti.

Leikurinn byrjaði fjörlega, og komust heimamenn yfir á 16. mínútu með marki frá Arnari Ólafssyni. Fjarðabyggð jafnaði leikinn aðeins þremur mínútum síðar og var staðan orðin 1-1. Kyen Nicholas kom Tindastól aftur yfir á 35. mínútu og var staðan 2-1 í hálfleik.

Tindastóll gerði eina skiptingu í hálfleik, en Ísak Sigurjónsson kom inná fyrir Sverri Hrafn. Stólarnir gerðu þrjár skiptingar til viðbótar í síðari hálfleik, en á 80. mínútu þá náðu gestirnir að jafna leikinn í 2-2 og urðu það lokatölur leiksins.

Eitt stig í hús hjá Tindastól sem voru nálægt sigri í þessum leik. Liðið er nú með sex stig eftir 13 leiki og er núna 9 stigum frá öryggu sæti. Liðið hefur aðeins skorað 12 mörk í 13 leikjum og það dugar ekki til.

Tindastóll leikur næst við Víði á Sauðárkróksvelli, miðvikudaginn 31. júlí kl. 19:15.