Tindastóll hefur fengið liðsstyrk fyrir fyrstu deildina í sumar en markvörðurinn Sebastian Furness mun leika með liðinu í sumar. Hann er væntanlegur til landsins í maí.

Furness er fæddur árið 1986 en hann var á mála hjá Middlesbrough frá tíu ára aldri og þar til hann varð 17 ára.

Eftir það fór hann til Hartlepool og í kjölfarið lék Seb með liðum í ensku neðri deildunum. Undanfarin ár hefur Sebastian spilað í bandaríska háskólaboltanum í Texas auk þess að vera markmannsþjálfari þar.

Theo Furness bróðir Sebastian lék með Tindastóli á síðasta ári og bróðir þeirra Dominic mun einnig leika með liðinu í sumar. Auk bræðranna þriggja mun enski sóknarmaðurinn Ben J. Everson leika með Tindastóli í sumar.

Gísli Eyland Sveinsson varði mark Tindastóls þegar liðið komst upp úr annarri deildinni í fyrra en hann lagði hanskana á hilluna í vetur.

Arnar Magnús Róbertsson hefur varið mark Stólanna í Lengjubikarnum en Sebastian mun nú berjast við hann um markvarðarstöðuna.

Heimild: fótbolti.net