Igor Tratnik, slóvenski körfuboltamaðurinn sem hefur spilað með Valsmönnum í úrvalsdeildinni í vetur, hefur fengið sig lausan undan samningi og er búinn að semja við Tindastól um að spila með þeim út tímabilið.

Tratnik, sem er 22 ára og 2,06 m á hæð, hefur verið í stóru hlutverki í Valsliðinu í vetur en þar hefur hann skorað 15 stig og tekið 10 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði m.a. áður með KFÍ í 1. deildinni.  Myles Luttman sendur heim frá Tindastólsliðinu í stað Igor Tratnik.