KR vann Tindastól örugglega, 84:66, í kvöld en KR var yfir í hálfleik, 39:31, eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Síðan skildu fljótlega leiðir og sigur KR var aldrei í hættu í seinni hálfleik. Joshua Brown skoraði 21 stig fyrir KR, Dejan Sencanski 19 og Robert Ferguson 18. Maurice Miller skoraði 23 stig fyrir Tindastól og Curtis Allen 14.

KR – Tindastóll       2:4, 6:4, 12:11, 16:11, 21:15, 23:19, 28:23, 39:31, 41:32, 52:35, 57:38, 63:42, 69:53, 73:53, 75:59, 80:62, 84:66.

Staðan eftir leiki kvöldsins:

34 Grindavík
24 KR
24 Stjarnan
24 Þór Þ.
24 Keflavík
18 Snæfell
18 Tindastóll
18 Njarðvík
14 ÍR
14 Fjölnir
8 Haukar
0 Valur