KA 5 – 0 Tindastóll:
1-0 Ævar Ingi Jóhannesson (’10)
2-0 Elmar Dan Sigþórsson (’44)
3-0 Jóhann Helgason (’53)
4-0 Gunnar Örvar Stefánsson (’83)
5-0 Brian Gilmour (’89)
Í gærkvöldi tók KA á móti Tindastól í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Það er skemmst frá því að segja að KA vann yfirburðasigur á lánlausum Tindastólsmönnum. KA skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þrjú í þeim seinni. Áhorfendur voru aðeins 45 í Boganum á Akureyri. Fannar Freyr hjá Tindastóli fékk rautt spjald á 87 mínútu og léku því Tindastólsmenn einum færri síðustu mínúturnar.
Nánari lýsing:
Leikið var í Boganum á Akureyri og það voru heimamenn í KA sem komust yfir á 10. mínútu. Ævar Ingi Jóhannesson skoraði þá laglegt skallamark eftir sendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni sem hafði leikið vörn Tindastóls grátt.
Á þeirri 44. mínútu bætti Elmar Dan Sigórsson fyrirliði KA manna öðru marki við eftir gott samspil við Jóhann Helgason.
Jóhann Helgason skoraði svo þriðja markið sjálfur í byrjun seinni hálfleiks með flottu skoti vinstra megin fyrir utan teig sem fór í stöngina og inn.
Gunnar Örvar Stefánsson kom KA svo í 4-0 þegar um 7 mínútur voru eftir. Hann fékk þá flotta fyrirgjöf frá varamanninum Kristjáni Frey Óðinssyni og potaði boltanum yfir línuna.
Fimmta markið skoraði svo Skotinn Brian Gilmour sem smellti boltanum í samskeytin úr aukaspyrnu á lokamínútunni.
KA fór ekki upp úr sjötta sæti riðilsins með þessum sigri en er nú komið með sjö stig úr sex leikjum. Tindastóll í sjöunda og næst neðsta sætinu með eitt stig.
Leikskýrslu KSÍ má finna hér.
Liðin voru þannig skipuð: