KA 5 – 0 Tindastóll:
1-0 Ævar Ingi Jóhannesson (’10)
2-0 Elmar Dan Sigþórsson (’44)
3-0 Jóhann Helgason (’53)
4-0 Gunnar Örvar Stefánsson (’83)
5-0 Brian Gilmour (’89)

Í gærkvöldi tók KA á móti Tindastól í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Það er skemmst frá því að segja að KA vann yfirburðasigur á lánlausum Tindastólsmönnum. KA skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þrjú í þeim seinni. Áhorfendur voru aðeins 45 í Boganum á Akureyri. Fannar Freyr hjá Tindastóli fékk rautt spjald á 87 mínútu og léku því Tindastólsmenn einum færri síðustu mínúturnar.

Nánari lýsing:

Leikið var í Boganum á Akureyri og það voru heimamenn í KA sem komust yfir á 10. mínútu. Ævar Ingi Jóhannesson skoraði þá laglegt skallamark eftir sendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni sem hafði leikið vörn Tindastóls grátt.

Á þeirri 44. mínútu bætti Elmar Dan Sigórsson fyrirliði KA manna öðru marki við eftir gott samspil við Jóhann Helgason.

Jóhann Helgason skoraði svo þriðja markið sjálfur í byrjun seinni hálfleiks með flottu skoti vinstra megin fyrir utan teig sem fór í stöngina og inn.

Gunnar Örvar Stefánsson kom KA svo í 4-0 þegar um 7 mínútur voru eftir. Hann fékk þá flotta fyrirgjöf frá varamanninum Kristjáni Frey Óðinssyni og potaði boltanum yfir línuna.

Fimmta markið skoraði svo Skotinn Brian Gilmour sem smellti boltanum í samskeytin úr aukaspyrnu á lokamínútunni.

KA fór ekki upp úr sjötta sæti riðilsins með þessum sigri en er nú komið með sjö stig úr sex leikjum. Tindastóll í sjöunda og næst neðsta sætinu með eitt stig.

Leikskýrslu KSÍ má finna hér.

Liðin voru þannig skipuð:

KA Tindastóll
Byrjunarlið
4 Haukur Hinriksson 2 Loftur Páll Eiríksson
5 Þórður Arnar Þórðarson 3 Pálmi Þór Valgeirsson
6 Srdjan Tufegdzic 4 Magnús Örn Þórsson
8 Brian Gilmour 5 Edvard Börkur Óttharsson
11 Jóhann Helgason 6 Björn Anton Guðmundsson
15 Elmar Dan Sigþórsson  (F) 7 Aðalsteinn Arnarson  (F)
18 Ómar Friðriksson 8 Atli Arnarson
22 Hallgrímur Mar Steingrímsson 10 Fannar Freyr Gíslason
24 Ævar Ingi Jóhannesson 11 Fannar Örn Kolbeinsson
28 Jakob Hafsteinsson 12 Arnar Magnús Róbertsson  (M)
30 Fannar Hafsteinsson  (M) 20 Árni Arnarson