Tindastóll án sigurs eftir 5 umferðir

Tindastóll leikur í 2 deild karla í knattspyrnu í sumar og hefur þegar leikið fimm leiki á Íslandsmótinu. Þeir töpuðu aðeins einum leik í 3. deild karla í fyrra og unnu 17 leiki. Tindastóll lék við Magna frá Grenivík á laugardaginn á Sauðárkróksvelli. Staðan var 1-1 í fyrri hálfleik, en Magni gerði mark í uppbótartíma í síðari hálfleik og unnu leikinn 1-2. Kenneth Hogg gerði mark Tindastóls. Tindastóll hefur gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum og hefur því tvö stig eftir fyrstu 5 umferðirnar og er í næst neðsta sæti. Næsti leikur Tindastóls er gegn Hetti á Vilhjálmsvelli í Fljótsdalshéraði, þann 10. júní næstkomandi.