Tillaga að nýju deiliskipulagi á Siglufirði

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag í miðbæ Siglufjarðar sem Landslag ehf. hefur umsjón með. Innan skipulagssvæðisins eru nokkrar byggingar og þar á meðal Ráðhús Fjallabyggðar við Gránugötu 24, en innan sama götureits eru sambyggð íbúðarhús við Grundargötu 1 og 3 ásamt verslunar‐ og  þjónustubyggingu við Aðalgötu 27. Stór skemma stendur gengt Ráðhúsinu við Gránugötu 27‐29 en  gert er  ráð  fyrir að skemma þessi verði  fjarlægð af  svæðinu. Innan  skipulagssvæðisins eru einnig  fjórar verslunar‐ og þjónustubyggingar sem standa við Suðurgötu 2‐10. Vestan við Ráðhúsið er torg og á milli þess og smábátahafnarinnar til suðurs er opið svæði sem nýtt er sem tjaldsvæði á sumrin.

Verkefnið felst í því að vinna deiliskipulag fyrir hluta af miðbæ Siglufjarðar í Fjallabyggð. Talin er þörf  á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem m.a. verður farið yfir samgöngu‐ og bílastæðamál á svæðinu  með  það  að  markmiði  að  gera  úrbætur  á  núverandi  aðstæðum  sem  þykja  ekki  nógu  góðar.  Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag gatna, bílastæða, útivistar‐ og almenningssvæða,  göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar.   Snorragata og Túngata liggja í gegnum skipulagssvæðið að hluta og þar sem göturnar eru skilgreindar  sem þjóðvegur í þéttbýli er útfærsla gatnanna unnin í samráði við Vegagerðina.

Markmið með deiliskipulaginu er m.a. að gera úrbætur á samgöngu‐ og bílastæðamálum í miðbæ Siglufjarðar en aðstæður þar þykja ekki nógu góðar. Markmið í deiliskipulaginu er einnig endurbót  núverandi almenningsrýma í miðbænum og gerð nýrra. Einkabíllinn er ráðandi afl í miðbænum og  hefur áhrif á allt yfirbragð hans. Breytingarnar miða að því að gera umhverfi meira aðlaðandi fyrir  gangandi vegfarendur.   Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag gatna, bílastæða, útivistar‐ og almenningssvæða,  göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Þá verður gerð grein   fyrir lóðarmörkum, byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til  að skilgreina í deiliskipulagi.  Leggja  skal  áherslu  á  að  samræmi  skuli  vera  í  frágangi  almenningsrýma  og  á  það  jafnt  við  um  yfirborðsefnin  sem  og  útfærslur,  lýsingu,  merkingar  og  annað  sem  við  kemur  framkvæmdunum  hverju sinni.  Vanda skal alla hönnun og frágang þannig að yfirbragð verði með heildstæðu móti hvar  sem er innan skipulagssvæðisins.

Gert er ráð fyrir að lega Gránugötu breytist á um 100 m kafla frá gatnamótum við Grundargötu að  gatnamótum við Snorragötu samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar. Frá gatnamótum við Grundargötu  byrjar  Gránugata  að  hliðrast  til  suðurs  og  mun  gatan  liggja  þar  sem  núverandi  skemma  við  Gránugötu 27‐29 er staðsett, en gert er ráð fyrir að byggingin víki af skipulagssvæðinu. Gatnamót  Gránugötu  og  Snorragötu  verða  um  30  m  sunnar  en  núverandi  gatnamót  eru.  Vegna  færslu  Gránugötu til suðurs mun Lækjargata framlengjast um 30 m og til verða ný gatnamót við Gránugötu.

Nánar má lesa um þetta mál í greinagerð um tillöguna á vef Fjallabyggðar.