Vinnumálastofnun beinir því til atvinnuleitenda í minnkuðu starfshlutfalli að þeir þurfa að skrá sig af atvinnuleysisskrá ef þeim hefur verið sagt upp störfum og/eða ef þeir fara aftur í fyrra starfshlutfall. Sé um uppsögn að ræða ber að skrá sig af atvinnuleysisbótum frá og með fyrsta degi þess mánaðar sem uppsagnarfrestur byrjar að líða. Við afskráningu ber þá að merkja við fyrsta dag þess mánaðar, t.d. hafi starfsmanni verið sagt upp 28. apríl sl. ber að merkja við 1. maí 2020.
Hafi atvinnuleitandi farið aftur í fyrra starfshlutfall ber að skrá þann dag þegar valin er dagsetning afskráningar. Dæmi: Hafi atvinnuleitandi farið í fyrra starfshlutfall 4. maí sl. ber að merkja við 4. maí 2020 þegar fyllt er út upplýsingar um afskráningu. Atvinnuleitendur geta afskráð sig á mínum síðum og hefur Vinnumálastofnun sent út skilaboð og leiðbeiningar til þessa hóps varðandi afskráningu. Vinnumálastofnun leggur áherslu á að afskráning kemur ekki í veg fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta hafi atvinnuleitandi ekki enn fengið greitt fyrir apríl mánuð.
Upplýsingar um rétt einstaklinga til almennra atvinnuleysisbóta eru aðgengilegar hér: https://vinnumalastofnun.is/atvinnuleitandi/rettur-til-atvinnuleysisbota
Upplýsingar um réttindi einstaklinga í kjölfar gjaldþrots fyrirtækis eru aðgengilegar hér: https://vinnumalastofnun.is/atvinnuleitandi/rettur-til-atvinnuleysisbota/gjaldthrot-atvinnurekanda
Heimild: vmst.is