íþróttahúsið Sauðárkróki

Í þeim kulda og snjóleysi sem nú ríkir er notkun heita vatnsins í hámarki í Skagafirði.
Skagafjarðarveitur beina þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að spara heita vatnið eftir bestu getu, til dæmis með því að lækka stillingar á heitavatnspotttum og plönum sem nota ekki afallsvatn.
Ástandið er sérstaklega slæmt á Sauðárkróki og hjá notendum Varmahlíðarveitu en tilmælunum er beint til allra notenda.