Fjögur ný covid-19 smit greindust í gær í Skagafirði en af þeim voru þrír í sóttkví. Það eru núna 61 aðili í sóttkví í Skagafirði. Unnið er að smitrakningu og er af þeim sökum töluverður fjöldi kominn í úrvinnslusóttkví. Niðurstöður úr skimunum ættu að liggja fyrir í kvöld eða í fyrramálið.
Aðgerðastjórnin vill minna íbúa Norðurlands vestra á að gæta allra persónulegra sóttvarna og minnast þess einnig að stríðið við Covid-19 er ekki liðið hjá, veiran er ennþá úti í samfélaginu. Við þurfum öll að vera á varðbergi. Það er aldrei of oft ítrekað að finni einstaklingar fyrir einkennum, fari þeir ekki á meðal fólks heldur fari í skimun. Almannavarnir byrja heima.
May be an image of Texti þar sem stendur "ALMANNAVARNIR AST Horsurlena CIVIL PROTECTION Póstnúmer Einangrun Sóttkví 500 530 531 540 4 541 545 546 550 551 560 561 565 566 570 Samtals: 58 3 2 3 5 1 72"