Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðurland vestra í dag, sunnudaginn 9. október og varðar hún bæði ofankomu og vind.
Ljóst er að ekkert ferðaveður verður á Norðurlandi vestra í dag og fram á mánudag og eru því allir hvattir til að gera sínar ráðstafanir í samræmi við það.
Bændur eru sérstaklega hvattir til þess að huga vel að búfénaði sínum og koma honum í skjól áður en veðrið brestur á aðfaranótt sunnudagsins.
Jafnframt má geta þess að stórstreymt er á sunnudag og vill Veðurstofan einnig vara við mögulegum sjávarflóðum.
Bestu upplýsingar hverju sinni er að finna á síðum Veðurstofunnar, www.vedur.is

og Vegagerðarinnar, www.vegag.is