Í síðustu viku var sjónvarpsfólk frá þýsku ríkissjónvarpsstöðinni ARD statt í Grímsey við tökur á heimildaþætti um þorp og bæi við heimskautsbaug. Auk þess að taka upp efni í Grímsey er förinni heitið til Rússlands, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og Grænlands.

Þættirnir munu fræða áhorfendur um sögu, vísindi, landslag og lifnaðar- og atvinnuhætti staðanna. Afraksturinn verður svo sýndur í tveimur 45 mínútna löngum þáttum í desember 2013.

Heimild: Akureyri.is

 

Powered by WPeMatico