Kylfingar í Fjallabyggð verða á fullu þessa helgina, en alls verða þrjú golfmót í boði. Hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar verða tvö mót um helgina en í dag fer fram Kvennamót GFB & Nivea og á morgun fer fram Opna Ramma mótið. 25 konur eru skráðar í Kvennamótið í dag og 23 kylfingar á Opna Ramma mótið á morgun. Hjá Golfklúbbi Siglufjarðar fer fram Siglfirðingamótið í dag en mótinu var frestað fyrr í sumar vegna rigninga. Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00 á Sigló golf.

Miðvikudagsmótaröðinni hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar lauk í vikunni en alls voru mótin 12 í sumar. Alls tóku 14 kylfingar þátt í þessu lokamóti en 5 bestu umferðirnar gilda til heildarsigurs í keppninni. Í lokamótinu í opnum flokki var mjög jafnt á toppnum en Fylkir Þór Guðmundsson var með 19 punkta í efsta sæti, Sara Sigurbjörnsdóttir með 18 punkta í 2. sæti og Rósa Jónsdóttir með 16 punkta í 3. sæti. Róbert Pálsson var eini keppandinn í áskorendaflokki í þessu lokamót og var hann með 23 punkta. 

Siglógolf á Siglufirði, fyrr í sumar.
Skeggjabrekkuvöllur í Ólafsfirði.