Það er alger golfveisla í gangi fyrir kylfinga í Ólafsfirði næstu daga, en þrjú golfmót verða á næstu fjórum dögum á vegum Golfklúbbs Fjallabyggðar.  Í kvöld verður 6. umferð Miðvikudagsmótaraðarinnar á Skeggjabrekkuvelli. Á föstudaginn verður Opna Kristbjargarmótið og eru vegleg verðlaun í boði fyrir fyrstu þrjú sætin. Á laugardaginn verður Golfmót Kaffi Klöru og verður leikið texas scramble og leiknar 9 holur. Vegleg verðlaun að loknu móti á Kaffi Klöru. Nánari mótsupplýsingar og skráning er á golf.is.

Image may contain: sky, mountain, outdoor and nature