Niðurstöður eineltiskönnunar sem lögð var fyrir nemendur í 4.-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar sl. haust var rædd á Skólaráðsfundi grunnskólans sem haldinn var mars mánuði.

Í fundargerðinni kemur fram að þrír nemendur segjast verða fyrir einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar, einn drengur á miðstigi, einn drengur og ein stúlka á unglingastigi. Til samanburðar voru árið 2017 fimm nemendur sem sögðust verða fyrir einelti í skólanum, ein stúlka og þrír drengir á miðstigi, einn drengur á unglingastigi (4,9%).

Þeir staðir sem nemendur nefna þar sem einelti á sér stað eru á skólalóðinni, á göngum, í kennslustofu, í kennslustofu án kennara, í búningsklefum og sturtu, í leikfimislanum, í matsalnum og í skólabílnum.
Niðurstöður sýna að tæplega 80% telja að kennarar eða aðrir fullorðnir bregðist við til að stöðva einelti.

Niðurstöður sýna í grófum dráttum að einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar mælist núna 3,1% en einelti í Olweusarskólum á Íslandi mælist 6,3%.

98 nemendur (97%) í 5. – 10. bekk tóku könnunina í lok nóv 2018. Könnunin skiptist í fjóra þætti. 1. vini og líðan í skólanaum, 2. mælingar á einelti, 3. tilfinningar og afstöðu til eineltis og 4. hvernig umhverfið
bregst við.