Þrettándagleði í Fjallabyggð

Árleg þrettándagleði var í Fjallabyggð í gær. Dagskráin hófst með blysför frá Ráðhústorginu á Siglufirði og loks brenna og flugeldasýning. Að því loknu var diskó á Rauðku fyrir börnin.  Kiwanisklúbburinn Skjöldur í samvinnu við 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar skipulagði viðburðinn.