Fresta hefur þurft þremur golfmótum síðustu daga sem fara fram áttu á Siglógolf á Siglufirði. Kvennamótið ChitoCare Beauty átti að fara fram 11. ágúst, Rauðkumótaröð númer 9 átti að fara fram 14. ágúst og Siglfirðingagolfmótið átt að fara fram í dag, en öllum mótunum var sem sagt frestað vegna mikilla rigna. Völlurinn var þó sleginn í vikunni en er sagður talsvert blautur.  Á morgun fer fram Benecta open golfmótið á Siglógolf, og er skráning mjög góð.

Myndir með fréttinni eru teknar fyrr í sumar.