Laugardaginn 18. ágúst klukkan 10:00 verður lagt af stað í Þórdísargöngu á Spákonufell. Mæting er við golfskálann  að Háagerði .

Fararstjóri  verður  göngugarpurinn Halldór Ólafsson og mun hann segja sögur af Þórdísi spákonu og öðru skemmtilegu.

 Að lokinni göngu verður boðið uppá kaffihlaðborð í golfskálanum sem er innifalið í þátttökugjaldi sem er kr. 2.500.-

  • Frítt fyrir yngri en 16 ára.
  • Upplýsingar í síma 861 5089.
  • Menningarfélagið Spákonuarfur.

Heimild: www.skagastrond.is