Í Ólafsfirði voru þakplötur og brak úr tveimur húsum að fjúka í nótt. Félagar frá björgunarsveitinni Tindi í Ólafsfirði hafa gefið þessu auga en vegna veðurofsa var ekki hægt að koma við neinum aðgerðum til að fergja húsin eða hindra fok frá þeim. Þessi hús eru við Pálsbergsgötu og hús Norlandia. Brak frá þessum byggingum hefur fokið inn á Aðalgötu, Strandgötu, Kirkjuveg, Vesturgötu og fleiri götur undan veðrinu.

Björgunarsveitarmenn vilja vara sérstaklega við þessu og hvetja fólk til að vera mjög á varðbergi gagnvart þessu og alls ekki á ferðinni þar sem brak úr húsunum getur farið um.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá þessu í snemma morgun.

Mynd frá Guðmundur Ingi Bjarnason.
Mynd: Guðmundur Ingi Bjarnason